fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir eftir vopnað rán í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. júlí 2019 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um er að ræða vopnað rán sem átti sér stað í austurborginni í gær. Fékk lögreglan tilkynningu um það milli klukkan fimm og sex síðdegis að að manni hefði verið ógnað með skotvopni og hann rændur verðmætum. Lögreglan brást skjótt við enda mál sem þessi litin mjög alvarlegum augum og var farið í markvissar aðgerðir sem stóðu yfir fram á nótt.

Fjórir voru handteknir í gærkvöld í tengslum við málið, en við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þremur mannanna var sleppt úr haldi lögreglu fyrr í dag, en lögð var fram krafa um gæsluvarðhald yfir þeim fjórða eins og áður sagði.

Framkvæmdar hafa verið tvær húsleitir í þágu rannsóknarinnar. Skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af skammbyssu, er í vörslu lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi