Umferðarslys varð á Öxnadalsheiði í morgun. Björgunaraðgerðir standa yfir en um er að ræða olíubíl með olíufram. Reynt er að takmarka olíumengun eins og hægt er. Tilkynning frá lögreglunni um málið er svohljóðandi:
Vegna umferðarslyss á Öxnadalsheiði skammt vestan Grjótár verður vegurinn lokaður á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Um er að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norð austurlandi og eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri.