Í morgun spjölluðu Logi Pedro og Sturla Atlas um myndina í útvarpsþættinum Múslí á Útvarpi 101. Þeir fóru ófögrum orðum um Helga en Logi segir hann vera „miðaldra horkarl.“
Í þættinum tala þeir líka um aðra mynd Helga sem vakti mikla athygli, þegar hann gerði grín að flóttamönnum og kallaði þá „helferðartúrista“.
Strákarnir ræða áfram um skopmyndina og tala um notkun þeirra á fyrri tímum.
„Vandamálið er þetta, við höfum séð svona skopmyndateikningar notaðar í gegnum árin, frá því að gyðingar voru áreittir. Skopmyndir sem hatursáróður hafa verið notaðar gegn gyðingum, gegn svörtu fólki, gegn konum, gegn samkynhneigðum og hérna er bara verið að gera það gegn trans-fólki,“
Þeir lesa komment þar sem fólk er að kvarta yfir því að ekkert megi lengur og að þetta sé bara blákaldur veruleiki.
„Það er ekki blákaldur veruleiki að það séu einhverjir perrar að labba inn í kvennaklefann af því þeir gátu skráð sig sem konur.“
Logi segir síðan að það sé hægt að grínast með allt en að það breyti því ekki að grínið sé hatur.
„Þetta er bara hatur, þessi mynd er ekkert nema bara illa dulbúið hatur.“