fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Húsbrot og hættuleg árás í Neskaupstað – Ruddust inn í íbúð og ógnuðu með eggvopni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á mánudagsmorgun barst lögreglunni í Neskaupstað tilkynning um að brotist hefði verið inn í hús í umdæminu og húsráðendum meðal annars ógnað með eggvopni. Einn maður fékk smávægilega áverka í árásinni, en reyndar ekki vegna eggvopnsins. Lögreglan handtók tvo menn sem eru grunaðir í málinu.

DV hafði samband við Óskar Þór Guðmundsson varðstjóra hjá Lögreglunni á Austurlandi vegna málsins, eftir ábendingu sem borist hafði frá lesanda. Lesandinn hélt því fram að mennirnir hefðu verið með sveðju á lofti en Óskar sagði: „Ja, hvað er sveðja og hvað er hnífur? Þetta var að minnsta kosti stór hnífur.“

Skýrslutökur voru gerðar af mönnunum tveimur í gær og þeim síðan sleppt að þeim loknum. Málsatvik eru talin liggja fyrir og mun lögregla ekki veita frekari upplýsingar vegna málsins, að því er fram kemur í tölvupósti frá lögreglunni. Aðspurður vildi Óskar ekki staðfesta ábendingu lesanda þess efnis að um hafi verið að ræða aðgerð af hálfu handrukkara.

Þess má geta að 14 fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi um síðustu helgi, flest í tengslum við LungA, listahátíð ungs fólks, sem haldin var á Seyðisfirði. Þar af eru tvö mál til rannsóknar, en í öðrum tilvikum var um svokölluð neyslumál að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“