fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Björn Ingi í bobba – Krefjast nauðungarsölu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 22. júlí 2019 12:37

Björn Ingi Björnsson er stemmingsmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýslumaðurinn á Vesturlandi, ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og VÍS hafa farið fram á að fjórar eignir fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar verði seldar nauðungarsölu.

Eignirnar fjórar eru allar í Hvalfirði en um er að ræða jarðirnar Másstaði 2-5 en kröfur gerðarbeiðenda nema um 40 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu og Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem farið er fram á nauðungarsölu á eignum Björns.  Sýslumaðurinn á Vesturlandi auglýsti nauðungaruppboð á eignum Björns að Másstöðum í  janúar á þessu ári.  Þá var samtímis farið fram á gjaldþrot eiginkonu hans, Kolfinnu Von Arnardóttur.  Gerðarbeiðendur í janúar voru Tollstjóri, Landsbankinn, Hvalfjarðarsveit, VÍS og sýslumaðurinn á Vesturlandi.

Fjárnám var gert í eignunum í desember 2017 að beiðni sýslumannsins á Vesturlandi vegna 664 þúsund króna kröfu.

Björn Ingi er ritstjóri Viljans og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík. Björn Ingi átti áður félögin DV ehf., Pressuna ehf. og Vefpressuna ehf. sem öll eru gjaldþrota.  Hann var til rannsóknar vegna gruns um brot gegn skattalögum á árunum 2014-2017. Í tilefni af þeirri rannsókn voru eignir hans kyrrsettar. Skattrannsóknarstjóri ákvað svo fyrr á þessu ári að ekki væri tilefni til að aðhafast frekar í málinu.

Ef Birni Inga tekst ekki að semja við gerðarbeiðendur þá verður beiðni um nauðungarsölu tekin fyrir þann 22. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“