fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Kona í annarlegu ástandi sagaði niður tré

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. júlí 2019 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í gærkvöld var tilkynnt til lögreglu um konu í annarlegu ástandi sem var að saga niður tré við Norðurbrún í Reykjavík. Konan er ekki eigandi trésins og hafði lögreglan afskipti af henni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að á fjórða tímanum í nótt var drukkin kona handtekin við veitingahús í miðbænun. Óskað hafði verið eftir lögreglu þar sem konan var grunuð um þjófnað.  Konan neitaði að gefa lögreglu upp nafn eða kennitölu og var hún því handtekin og færð á lögreglustöð.  Þá fór konan ekki að fyrirmælum lögreglu.  Upplýsingar fengust um konuna og var hún þá laus en hún var treg til að yfirgefa lögreglustöðina og var því færð með valdi frá lögreglustöðinni.

Á fimmta tímanum var tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í miðbænum og hafði maður verið kýldur í andlitið. Ekki er greint frekar frá málinu í dagbókinni.

Alls voru 86 mál skráð hjá lögreglu frá kl. 17 í gær til 5 í nótt. Margar tilkynningar voru um partýhávaða í heimahúsum. Fjórir voru vistaðir í fangageymslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Í gær

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við