fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2019 16:35

Fimmvörðuháls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt upp úr klukkan þrjú í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna göngumanns á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls,  en maðurinn er slasaður á fæti. Hann er staddur ofarlega á Morinsheiði við Heljarkamb og hjá honum er samferðafólk. Björgunarsveitafólk er nú á leiðinni upp Fimmvörðuhálsinn til að huga að manninum. Mögulega þarf að bera hann niður gönguleiðina eða upp á hálsinn til móts við sexhjól. Aðstæður til burðar á sjúklingum á þessum slóðum geta verið erfiðar þar sem gönguleiðin liggur um kletta og bratta hryggi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Fréttin verður uppfærð ef frekari tíðindi berast.

Uppfært kl. 18: Maðurinn fluttur með þyrlu

Nýja þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRÓ fór í sitt fyrsta útkall í dag þegar hún sótti á Fimmvörðuháls, mann sem var meiddur á fæti. Maðurinn er að sögn ekki hættulega slasaður, en átti erfitt með gang.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“
Fréttir
Í gær

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi í framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar

Guðmundur Ingi í framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir