Klukkan ellefu voru björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi kallaðar út vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Í fyrstu gekk illa að staðsetja skútuna en um hálf tólf sást til hennar og nú fyrir stuttu voru björgunarbátar frá komnir að henni og freista þess að koma línu í hana. Skútan er staðsett um eina sjómílu utan við Álftanes og ekkert er vitað um skemmdir á henni að svö stöddu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Uppfært
Fulltrúi frá Landsbjörgu staðfesti í símtali að tekist hafi að bjarga manni úr skútunni um borð í björgunarbát. Var hann einn á skútunni sem er strönduð á skeri er ekki mikið skemmd enn sem komið er. Nánari fréttir og myndir frá atvikinu koma síðar í dag.