Hallgrímur Helgason birti fyrr í dag færslu á facebook-síðu sinni þar sem hann leggur til að starfsemi útlendingastofnunar verði háttað á annan hátt.
„Tillaga að einskiptisaðgerð: Allir útlendingar, flóttamenn og hælisleitendur sem staddir eru á Íslandi fái dvalarleyfi strax í dag. Með þessu myndi sparast bæði fé og sársauki.ׅ“
Hallgrímur leggur til að Útlendingastofnun verði lögð niður, ef ekki þá mætti endurmanna hana alveg.
„Útlendingastofnun gæti byrjað með autt blað í fyrramálið, ef ekki væri einfaldlega hægt að leggja hana niður, allavega endurmanna hana að fullu.“
Hallgrímur bendir að lokum á að nýtt fólk gæti leist hin ýmsu vandamál sem nú steðji að.
„Landið fengi auk þess innspýtingu af nýju fólki, sannkallaða orkusprautu, og er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís í westri?“