fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 20:52

Dagur B. Eggertsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttavefur Hringbrautar hefur fengið harða gagnrýni frá borgarstjóra og aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Hafa þessir aðilar sakað Hringbraut um villandi fréttaflutning vegna fréttar um gjafamiða til borgarfulltrúa og borgarstjóra á hátíðina. Inntak fyrstu fréttar Hringbrautar um málið var það að borgarstjóri hefði fengið þrjá boðsmiða að samtals andvirði 450 þúsund krónur á hátíðina og hafi ekki skráð gjöfina í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa.

Borgarstjóri og framkvæmdastjóri Secret Solstice segja þennan fréttaflutning fráleitan og ótrúlegan tilbúning sem gerður sé úr stuttri heimsókn borgarstjóra inn á svæðið að sunnudagskvöldi þar sem hann hafi verið að kynna sér aðstæður. Hringbraut hafi ranglega jafnað saman svokölluðum Artist Gold VIP aðgangi sem borgarstjóri fékk og sé ekki til sölu, og Óðinsmiða, en slíkir miðar fela í sér aðgang að öllu svæðinu auk ókeypis veitinga.

Fram hefur komið í andsvörum borgarstjóra og aðstandenda Secret Solstice að borgarstjóri hafi staldrað stutt við á hátíðinni.

Í upptöku af símtali blaðamanns Hringbrautar og framkvæmdastjóra Secret Solstice kemur fram að eini munurinn á þessum miðum séu veitingarnar sem sagðar eru að fylgi ekki aðgangi borgarstjórans. Þá er þeirri spurningu ósvarað hvers vegna borgarstjóri þurfti þrjá slíka miða en aðstoðarmaður hans fékk einnig miða.

Upptakan sem Hringbraut birtir er einnig hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Í gær

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Í gær

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakamál klúðraðist vegna skyldleika lögreglumanns og brotaþola

Sakamál klúðraðist vegna skyldleika lögreglumanns og brotaþola