Björgunarsveitir á Hálendisvakt í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna fregna sem bárust af slösuðum göngumann við Hrafntinnusker sem er skáli sem finnst snemma á leiðinni um Laugaveg. Þetta segir í fréttatilkynningu Landsbjargar.
Fyrstu upplýsingar sem bárust til björgunarsveitar voru á þann veg að sá slasaði væri illa brotin á hendi.
um einni og hálfri klukkustund síðar voru björgunarsveitarmenn komnir á vettvang og bjuggu þar um viðkomandi til flutnings.
Björgunarmenn munu flytja slasaða einstaklinginn til Landmannalauga en þaðan verður síðan farið til læknis.
Í fréttatilkynningunni segir einnig að nokkuð mikið hafi verið um útköll á hálendisvakt björgunarsveita það sem af er sumri. Í gær hafi sem dæmi björgunarsveitarmenn á Sprengisandi farið til aðstoðar manni sem var að ganga frá Nýjadal að Drekagili við Öskju.