fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Tvö börn greind með E. coli sýkingu í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2019 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var staðfest E. Coli STEC sýking hjá tveimur börnum en 37 sýni voru rannsökuð með tilliti til bakteríunnar. Annað barnið er tveggja ára og 11 ára gömul.

Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins í dag.

Sýkingar barnanna tengjast neyslu íss á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð.

Samtals eru börnin orðin 19 sem greinst hafa með sýkinguna. Beðið er frekari staðfestingar á greiningu barns í Bandaríkjunum en sterklega er grunað að það barn hafi einnig fengið smitið. Þar með væru börnin orðin 20.

Fólk getur smitast af E. coli STEC með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Bakterían kemst þannig um munn og niður í meltingarveg og framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“