Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú að sinna fjórhjólaslysi sem var við Geysi í Bláskógarbyggð.
Einn einstaklingur var fluttur slasaður af vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Lögreglan segir í færslunni að ekki verði veittar frekari upplýsingar að sinni.