fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Aflskortur í aðsigi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2019 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir því að raforkuskortur verði innan þriggja ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Landsnet um afl- og orkujöfnun fyrir árin 2019 til 2023. Segir þar að notkun almennings og stórnotenda leiði til þess að líkur á aflskorti verði komin yfir viðmiðunarmörk árið 2022.

Þetta stafar meðal annars af því að úttekt frá flutningskerfinu muni aukast meira en áður var reiknað með. Við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem búið er að ganga endanlega frá öllum samningum um orku og tengingu við flutningskerfið.

Gagnaverum hefur fjölgað hratt á landinu undanfarin ár. Árið 2023 eru líkur á að aflskortur verði í rúmlega 15 klukkustundir ef um er að ræða kaldan vetrardag en rúmlega 5 klukkustundir í venjulegu ári.

Myndin að neðan sýnir áætlaða uppsetta aflgetu framleiðslueininga ásamt áætlaðri eftirspurn eftir afli yfir tímabilið. Eins og sést á myndinni dregur saman með uppsettu afli og eftirspurn eftir því sem líður á tímabilið samkvæmt þeirri þróun í notkun sem spáð er í nýjustu útgáfu Raforkuspár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“