fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Margrét Lilja er þreytt á fordómum í garð öryrkja: „Ég er langveik og fötluð og á örorkubótum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Neikvæð orðræða í garð öryrkja er alveg að fara með mig þessa dagana. Að halda því fram að það séu til „gervi“ öryrkjar og „raunverulegir“ öryrkjar er algjört kjaftæði. Það kannski huggar einhverja þarna úti að halda því fram að sumt fólk nenni bara ekki að vinna. Það virkar kannski sem smá klapp á bakið fyrir þau á vinnumarkaði …“

Þetta skrifar Margrét Lilja Arnheiðardóttir á vef Öryrkjabandalagsins. Þar freistar hún þess að kveða niður þær ranghugmyndir að fólk fari á örorku af veigalitlum ástæðum af því það nenni ekki að vinna:

„Þeir sem hafa kynnt sér almanna tryggingakerfið og hvernig það virkar vita hinsvegar að svona er þetta ekki. Maður getur ekki bara ákveðið einn daginn að fara á bætur vegna þess að maður nenni ekki að vinna eða er illt í litla putta. Þetta er ferli, fer í gegnum margar manneskjur þar til svo tryggingalækninum finnst hann hafa nógu mikla sönnun fyrir því að þú getir í alvörunni ekki unnið. Mjög margir fá neitun og er bent á aðrar leiðir áður en þeir fara á örorku. Örorka er jú ein stærsta fátæktargildra sem til er á Íslandi og enginn sem ég þekki hefur tekið létt í þessa ákvörðun.“

Margrét Lilja, sem er ung kona, lýsir því hve erfitt geti verið með hennar veikindi að komast í gegnum daglegar athafnir sem vefjast ekki fyrir frísku fólki:

„Bara í fyrradag vaknaði ég aðeins til lífsins eftir að hafa verið í dvala í nokkra daga vegna ofþreytu (ekki að ég hafði gert neitt svakalegt), verkja og hjartstláttatruflana. Ég gat ekkert að þessu gert. Líkaminn minn virkar bara ekki alveg eins og hann á að gera. Ég veit aldrei hvenær þetta getur gerst. Þegar þetta ástand er sem verst er ekkert annað í stöðunni en að hlusta á líkamann minn. 

Það sem ekki er erfitt fyrir heilbrigða einstaklinga getur verið mér og öðrum í minni stöðu algjörlega óyfirstíganlegt. Bara rétt í þessu var ég að setja í þvottavél og eftir á svimar mér alveg svakalega og er móð. Ég er ekki í lélegu formi en ég þarf samt að að hvíla mig eftirá. Jafnvel í einhverja klukkutíma áður en ég treysti mér að gera einhvað, af hræðslu við að líða út af.“

Margrét segir að allir öryrkjar sem hún þekki myndu frekar kjósa að vera frískir úti á vinnumarkaðnum en í þeirri stöðu sem þeir eru. En þeir hafi ekkert val:

„Líkamar okkar virka örðuvisi en annarra. Ef við ætlum að geta borgað reikningana okkar eins og allri aðrir þá verða tekjurnar að koma einhverstaðar frá.“ 

Sjá grein Margrétar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar