fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Kona sparkaði í lögreglumann – 105 mál hjá lögreglunni í gær og nótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júlí 2019 08:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í góða veðrinu í gærkvöld og nótt og samtals voru 105 mál á dagskrá frá kl. 17 í gær til kl. 5 í morgun. Flest snúast um akstur undir áhrifum vímuefna, hraðakstur eða önnur umferðarlagabrot. Enn fremur smávægileg mál er varða vörslu fíkniefna. Hér eru áhugaverðustu atvikin úr öðrum málaflokkum:

Laust fyrir klukkan 18 í gær barst lögreglu tilkynningu um mann í annarlegu ástandi að skemma bíla í hverfi 105. Lögreglumenn brugðust hratt við tilkynningunni og handtóku manninn stuttu síðar. Var maðurinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Laust eftir kl. 1 í nótt var tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í miðbænum. Árásamaðurinn var handtekinn og reyndist hann vera með fíkniefni á sér. Var hann vistaður í fangageymslu.

Laust fyrir kl. 3 í nótt var kona til vandræða við skemmtistað í miðbænum. Lögreglumenn fóru á staðinn til að ræða við konuna. Eftir að lögreglumenn komu á vettvang tók konan sig til og sparkaði í einn lögreglumanninn. Konan var handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann við skyldustörf og var vistuð í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Um svipað leyti var tilkynnt um mann sem var til vandræða við skemmtistað í miðbænum og héldu dyraverðir honum. Maðurinn var drukkinn og neitaði staðfastlega að segja til nafns og sýna skilríki. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar hélt hann áfram að neita að segja hver hann væri. Var maðurinn færður til vistunar vegna málsins.

Rétt fyrir klukkan 9 í gærkvöld fékk lögreglan tilkynningu um laus hross við Vesturlandsveg í hverfi 116. Var hrossunum smalað í gerði.

Lögreglumenn í öllum hverfum þurftu að mörgum kvörtunum um tónlistarhávaða í heimahúsum og frá skemmistöðum.

Samtals tíu manns voru vistaðir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu á þessu tímabili – frá kl. 17 í gær til 5 í morgun – vegna ýmissa mála.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar