fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Grunur um salmonellu í grísahakki – Leynist svona pakki heima hjá þér?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. júlí 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varar við neyslu á grísahakki vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið Stjörnugrís ehf. hefur, í samráði við Matvælastofnun, innkallað af markaði eina framleiðslulotu af grísahakki úr Krónunni. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun er varan ekki lengur í sölu.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Ferskt Grísahakk
  • Vörumerki: Krónan
  • Best fyrir: 03.07.2019
  • Geymsluskilyrði: Kælivara (0-4°C)
  • Dreifing: Krónan Bíldshöfða, Krónan Jafnaseli, Krónan Lindum, Krónan Reyðarfirði, Krónan Vallakór og Krónan Þorlákshöfn.
  • Framleiðandi: Stjörnugrís

Neytendur sem hafa ennþá undir höndum grísahakk frá Krónunni með þessari “Best fyrir” dagsetningu eru beðnir um að skila því í viðkomandi verslun eða beint til Stjörnugríss, Kjalarnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt