fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Ljósmyndari sýnir frá óhugnanlegum meiðslum sínum á Íslandi – Sjáðu myndbandið

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn Thomas Heaton heldur uppi YouTube síðu þar sem hann sýnir frá ferðalögum sínum um heiminn og um 350.000 manns fylgja honum þar. 

Hann ferðaðist til Íslands yfir sumarsólstöðurnar og var vægast sagt hrifinn af stórbrotnu landslaginu.

Ferðin gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hann var staddur á tjaldsvæði ásamt félögum sínum ákváðu þeir að kasta frisbídisk á milli sín og taka það upp með nýjum og fínum græjum.

Upptökumaðurinn Greg tók upp myndband af félögunum þar sem þeir voru að reyna að grípa diskinn með tilþrifum en enginn þeirra náði að grípa hann. Þá tók Greg til sinna ráða og ákvað að reyna sjálfur að grípa hann.

Greg greip hoppaði upp, greip diskinn með tilþrifum og datt í jörðina. Þegar hann stóð upp komu meiðslin í ljós.

Við vörum við myndinni sem er hér fyrir neðan.

Í myndbandinu kemur fram að Greg hafi leitað aðstoðar á heilsugæslu þar sem gert var að sárum hans. Fingurinn reyndist hafa farið úr lið og aðstoðaði heilbrigðisstarfsmaður við að kippa honum aftur í liðinn. Greg gat haldið áfram að taka myndir en þurfti að gera sér að góðu að vera með nokkuð myndarlegar umbúðir á fingrinum. Hægt er að lesa nánar um ævintýri þeirra félaga á heimasíðu Thomas.

Hér má síðan sjá myndbandið úr ferðinni, Greg dettur úr lið eftir fjórar mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“