fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Guðríður Arnardóttir skipuð skólameistari Menntaskólans í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðríður Eldey Arnardóttir hefur verið skipuð skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Að fenginni umsögn skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ákveðið að skipa Guðríði í embættið en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2019. Níu umsóknir bárust um stöðuna.

Var með veðurfréttirnar á Stöð 2

Guðríður er á besta aldri, fædd í febrúar árið 1970 og er því 49 ára. Hún hefur fjölbreyttan starfsferil að baki og sá meðal annar um veðurfréttirnar á Stöð 2. Einnig hefur hún verið bæjarfulltrúi í Kópavogi og hefru starfað sem grunnskóla- og framhaldsskólakennari. Nánar segir um menntun og starfsferil Guðríðar í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytið:

„Guðríður lauk B.Sc. prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1995 og uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla árið 1997. Hún lauk diplómanámi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og diplómagráðu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2015. Guðríður hefur auk þess lokið grunn- og framhaldsnámskeiðum í samningatækni frá Harvard háskóla. Hún hefur starfað sem kennari á grunn- og framhaldsskólastigi, og einnig sem hugbúnaðarsérfræðingur, veðurfréttamaður og markaðsstjóri. Guðríður hefur verið formaður og framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara frá árinu 2014 og er fulltrúi Íslands í ETUCE, evrópusamtökum kennarafélaga. Þá var hún bæjarfulltrúi í Kópavogi árin 2006-2014 og formaður bæjarráðs Kópavogs 2010-2012. Hún var auk þess varaformaður stjórnar og fulltrúi í kjaranefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga 2010-2014 og fulltrúi Íslands í samráðsvettvangi sveitarstjórnarfólks á vegum Evrópuráðsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“