fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Kolbeinn biður um mannúð handa flóttafólki – Fjölskylda send úr landi í næstu viku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingsstúlka frá Afganistan sem fest hefur rætur í samfélaginu, stundar nám í Hagaskóla og hefur eignast vini, verður send í flóttamannabúðir í Grikklandi í næstu viku ásamt fjölskyldu sinni. Samkvæmt frétt á Stundinni og víðar í gær er staðfest að Zainab Safari og foreldrar hennar verða send úr landi og Útlendingastofnun neitar að taka efnislega afstöðu til umsóknar þeirra um hæli hér á landi. Eins og DV greindi frá í mars hafa nemendur og kennarar við Hagaskóla beðið Zainab griða.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, fer yfir málið í grein sem birtist á Vísir.is í dag. Kolbeinn telur að breyta þurfi útlendingalögum eða framkvæmd þeirra. Hann viðurkennir að sjálfur beri hann mikla ábyrgð:

Ég er alþingismaður og ber sem slíkur ábyrgð á lagaumhverfinu, eins og hinir 62 kollegar mínir. Ábyrgð okkar sem myndum stjórnarmeirihlutann er enn ríkari en annara. Ég hef ekki staðið mig hvað þá ábyrgð varðar. Jú jú, eitthvað hefur maður potast, fengið samþykkta stofnun ráðgjafastofu fyrir innflytjendur, tjáð mig einstaka sinnum á samfélagsmiðlum, rætt við fólk sem aðstoðar flóttafólk, átt símtöl og samtöl um það hvort hægt sé að breyta kerfinu. En kerfið er samt óbreytt. Það er ólíðandi.

Um hlutskipti Zainab og fjölskyldu hennar skrifar Kolbeinn:

„Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. Getur hún loksins lifað áhyggjulausu lífi unglingsins? Feðgar flýja heimaland sitt. Ástæðuna þarf vart að tvínóna; þeir koma frá Afganistan, eins og fjölskyldan, þar sem ríkt hefur stríðsástand áratugum saman. Eftir volk enda þeir á Íslandi. Geta þeir loksins átt öruggt líf? Notið hversdagsins án þess að hafa áhyggjur af því hvort þeir muni einhvern tímann eignast heimili?“

Kolbeinn viðurkennir að hann hafi ekki mestu þekkinguna á málaflokknum en hann fylgir ekki þeim að málum sem óttast að landið verði opnað upp á gátt fyrir hælisleitendum:

„Ég veit að ég er naívur þegar að þessum málum kemur. Í raun hef ég þá skoðun að ef fólk vill búa á Íslandi þá eigi það að fá að gera það. Alveg eins og mér finnst að Íslendingar eigi að mega búa í öðrum löndum, enda gera þeir það margir hverjir. Allt fólk hefur andlit, nöfn, sínar sögur, langanir, þrár, vonir og væntingar. Lífssaga manns á flótta frá Sýrlandi, svo dæmi sé tekið, er ekki minna merkileg en mín eða Jóns og Gunnu í næstu götu. Öll eigum við rétt á mannsæmandi lífi.

Raunsæisfólkið segir að ekki sé hægt að opna landið upp á gátt. Við ráðum ekki við það, samfélagið sé lítið og ég veit ekki hvað. Æ, ég veit það ekki, eigum við ekki bara að byrja á því að hjálpa eins mörgum og við mögulega getum (við getum hjálpað mun fleiri en í dag) og sjá hvað gerist? Er ekki ágætt að láta reyna á þanþol samfélagsins, það breytist þá bara. Ef langalangafa mínum hefði verið vísað frá landi þegar hann kom hingað frá Schleswig-Holstein, væri ég til dæmis ekki hér í dag.“

Kolbeinn segir að breyta þurfi kerfinu sem veldur því sem er að gerast í máli Zainab og fjölskyldu hennar. Í lok greinar sinnar skrifar hann:

„Og svo þurfum við að koma í veg fyrir brottvísanir þeirra sem hér hefur verið um rætt. Leyfum þeim að eiga sitt eðlilega hversdagslíf á Íslandi eins og mér og þér. Sýnum þeim mannúð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn