fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrverandi forstöðumaður á velferðarsviði Ísafjarðar stal 1,3 milljónum af skjólstæðingum sínum – Persónulegt líf hennar brotið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 15:30

Ísafjörður - Af Facebooksíðu Ísafjarðarbæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða þann 27.  júní.

Sjá einnig: Grunur um milljónafrádrátt frá skjólstæðingum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar

Konan var sakfelld fyrir að draga að sér rúmlega 1,3 milljónir með alls 211 færslum af 11 reikningum skjólstæðinga. Einnig var hún sakfelld fyrir peningaþvætti fyrir að hafa ráðstafað og nýtt peningana til að greiða persónulega reikninga og til persónulegra útgjalda sem voru skjólstæðingum hennar með öllu óviðkomandi.

Konan játaði sök að hluta en kunni engar skýringar á háttsemi sinni. Hún lýsti því fyrir dómi að málið hefði haft miklar afleiðingar:

Ákærða kvaðst sjá mikið eftir þessu og að málið hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir sig persónulega. Hún hefði misst vinnuna og fengi ekki starf, auk þess sem hennar persónulega líf væri brotið.
Við ákvörðun refsingar leit dómari til þess að konunni hefði ekki áður verið gerð refsing. Einnig var þó litið til þess að konan framdi brot sín sem forstöðumaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar og brotin beindust að skjólstæðingum hennar, voru fjölmörk og ítrekuð.  Því var refsing ákveðin fimm mánaða fangelsi en í ljósi þess að konan játaði og aðstoðaði við rannsókn málsins, sem og þær afleiðingar sem málið hefði haft á líf hennar, þá þótti dómara rétt að skilorðsbinda refsinguna.  Einnig var henni gert að greiða Ísafjarðarbæ, sem hafði bætt skjólstæðingum konunnar þær upphæðir sem hún stal af þeim, ríflega 1,5 milljón í skaðabætur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn