fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Friðjón svarar Þorgerði: „Sýnir sömu þráhyggju og okkur fannst frekar kjánaleg“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þannig er hringrás pólitíkunnar að konan sem ég studdi til að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins fyrir 14 árum er orðin formaður samfylkingarfólksins sem hún tók þá slaginn við og sýnir sömu þráhyggju og okkur fannst frekar kjánaleg,“ segir Friðjón R. Friðjónsson almannatengill.

Sjá einnig: Þorgerður: Ritstjórar Morgunblaðsins hæða og spotta Bjarna – „Grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi“

Friðjón vísar þarna til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í morgun um stöðuna í Sjálfstæðisflokknum. Í grein sinni sagði hún meðal annars að Bjarni Benediktsson formaður væri í vandræðum og við blasi ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af. Ritstjórar Morgunblaðsins beiti sér af krafti og það hafi reynst forystu Sjálfstæðisflokksins erfitt að hrekja þær fullyrðingar að þingmenn flokksins hafi ekki baklandið með sér í orkupakkamálinu.

„Eins og Björn Bjarnason hefur ítrekað bent á snúast spurningarnar um stjórnarskrá og fullveldi um EES-samninginn sjálfan en ekki þetta afmarkaða orkupakkamál. Þeir sem eru í forystu fyrir andstöðunni vita það mætavel. Þetta mál er notað eða réttara sagt misnotað markvisst til að ná lengra. Einmitt þess vegna eru átökin svona hatrömm,“ sagði Þorgerður.

Friðjón, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og var um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, segir að álitamálið sem rekur Þorgerði til skrifta sé einmitt málið sem hún og félagar hennar réðu ekki við að svara.

„Þau gátu ekki unað niðurstöðu meirihlutans og í skjóli sykurpabbans sem nú á helming Frettablaðsins hlupu þau af stað og stofnuðu nýjan flokk. Ekkert að því, þannig er frelsið og lýðræðið. En það er síðan áhugavert að fylgjast með þessu sama fólki á harðahlaupum frá mörgum fyrri skoðunum og ályktunum til að fylla upp í tómarúm vinstra megin við miðju sem Samfylkingin skilur eftir í sinni vinstri sókn sem hefur staðið samfleytt frá 2009 og gert ótal krata landlausa,“ segir Friðjón í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hann segir svo að lokum að svo virðist sem Viðreisn hafi ákveðna þráhyggju gagnvart Sjálfstæðisflokknum.

„Annað sem er áhugavert er svo þráhyggja Viðreisnar vegna alls er varðar Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir mann sem man nokkur ár aftur í pólitík minnir hún óneitanlega á árdaga Samfylkingarinnar sem steig ekki hænuskref án þess fyrst að athuga hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hafði hagað sér í sama máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn