fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ósnertanlegur ríkislögreglustjóri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. júní 2019 16:30

Haraldur Johannessen. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur verið í eldlínunni síðustu vikur og rekur hvert deilumálið er varðar hann annað. Það virðist ekki vera eitthvað eitt sem lögreglan og borgarar þessa lands eru óánægð með þegar kemur að störfum ríkislögreglustjóra, það er allt.

Allt frá deilum um bílamiðstöð embættisins til móður stúlku sem telur svo stóra vankanta á rannsókn lögreglu á meintu kynferðisofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir af starfandi lögreglumanni að hún vill afsögn ríkislögreglustjóra. Þá er eineltismál á borði dómsmálaráðuneytisins tengt embættinu sem og ólga innan sérsveitarinnar.

Það er ekkert nýtt að hitnað hafi undir Haraldi á þessum rúmlega tuttugu árum sem hann hefur starfað sem ríkislögreglustjóri og virðist hann ósnertanlegur í embætti. Trekk í trekk dúkka upp alvarleg mál sem hann svarar ekki fyrir í fjölmiðlum og virðist ekki þurfa að axla neina ábyrgð á. Það er kaldhæðnislegt í ljósi þess að hlutverk hans, í lagalegum skilningi, er að „leiða lögregluna í landinu og standa vörð um öryggi borgaranna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“