Sjötíu og sex mál voru bókuð af lögreglu frá því klukkan 19:00 í gærkvöldi til klukkan 05:30 í morgun.
Lögregla hafði afskipti af einstakling sem var orðinn afar kaldur eftir að hafa sofnað ölvunarsvefni utandyra. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl
Maður var handtekinn í Kópavogi sem hélt vöku fyrir nágrönnum sínum. Reyndist maðurinn óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands og reyndi að ráðast á lögreglu. Hann fær að sofa úr sér í fangageymslu.
Átta ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir undir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þeim var öllum sleppt eftir sýnatöku.
Í dagbók lögreglu segir að mikið hafi einnig verið um útköll vegna hávaða í heimahúsum og vegna fólks í annarlegu ástandi, víðs vegar um borgina.