fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Maður í annarlegu ástandi öskraði út af ókurteisum nágrönnum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hafði í nægu að snúast í morgun og voru 33 mál bókuðu á tímabilinu 5-11.

Starfsmaður verslunar í miðborginni óskaði eftir lögregluaðstoð eftir að verða fyrir kynferðislegri áreitni frá manni sem komi í búðina. Maðurinn var farinn þegar lögreglan kom og fannst ekki þrátt fyrir töluverða leit.

Aftur var óskað eftir aðstoð í verslun í miðbænum um klukkustund síðar en þar hafði aðili orðið uppvís af hnupli. Hann var handtekinn á staðnum, en reyndist í annarlegu ástandi svo hann fær að sofa úr sér í fangageymslu.

Nokkuð var um innbrot og eignaspjöll í Hlíðunum. Brotist var inn í hjólhýsi. Rúður voru brotnar í bifreið og brotist var inn í aðra bifreið og tekin þaðan ýmis verðmæti svo sem fartölva og heyrnartól.

Lögreglu barst kvörtun á sjöunda tímanum vegna öskrandi manns í miðbænum. Lögregla mætti á svæðið og hafði afskipti af manninum sem reyndist í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn hafa öskrað því hann væri ósáttur við ókurteist fólk í blokkinni. Hann samþykkti þó að hætta öskrinu eftir samtal við lögreglu.

Í breiðholti var lögregal kölluð út vega húsbrots, hótanna og líkamsárásar. Gerandi var handtekinn á staðnum og vistaður í fangageymslu en engar upplýsingar liggja fyrir um ástand brotaþola.

Tilkynnt var um eignaspjöll í Seljaskóla en engar frekar upplýsingar liggja fyrir.

Maður klessti á á tíunda tímanum og reyndi að komast af vettvanginum. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu og var handtekinn af lögreglu skömmu síðar. Er hann vistaður í fangageymslu grunaður um akstur undir áhrifum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd