fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

80 mál á borð lögreglu í nótt – 7 vistaðir í fangageymslu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 09:24

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttatíu mál komu á borð lögreglu frá klukkan 19:00 í gærkvöldi til klukkan 05:30 í nótt og sjö einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu.

Nokkuð var um vandræði vegna ölvunar. Lögregla þurfti að hafa afskipti nokkrum aðilum sem voru til vandræða á skemmtistöðum í tveimur aðskildum útköllum, og tveimur aðilum sem voru með ólæti fyrir utan skemmtistaði í miðbænum. Ein stúlka var handtekin í afar annarlegu ástandi og var vistuð í fangageymslu þar til rynni af henni.

Karlmaður var handtekinn grunaður um líkamsárás í Kópavogi.

Kona var handtekin í Breiðholti og vistuð í fangageymslu sökum ölvunar. Hún neitaði að gefa upp nafn og hafði jafnframt í hótunum við lögreglu.

Í Breiðholti urðu þrír ungir drengir uppvísir af því að skemma bifreið. Var málið afgreitt með aðkomu foreldra og barnaverndar.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir og eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust jafnframt sviptir ökuréttindum.

Í Grafarholti hafði lögegla afskipti af mönnun sem voru að fljúga dróna. Þeim var veitt upprifjun um reglugerð sem gildir um drónaflug og skipað að hætta fluginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“