Þetta var ákveðið af Krispy Kreme í samráði við Hagkaup en í dag eru starfrækt þrjú Krispy Kreme kaffihús í verslunum Hagkaups (í Kringlu, Skeifu og Smáralind).
Kaffihúsin í Kringlu og Skeifunni munu loka 1. júlí 2019 og í Smáralind þann 1. október
2019.
Viðar Brink, rekstrarstjór Krispy Kreme, tjáði sig um málið.
„Þetta eru þung skref og erfiðast í þessu er sú staðreynd að starfsfólkið mun missa vinnuna
sína. Langflestir hafa unnið með okkur frá því við opnuðum í nóvember 2016 og staðið sig
alveg frábærlega. Þau eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu. Ég hef sjaldan kynnst eins
duglegu og samvikusamlegu fólki á mínum ferli. Við munum reyna að finna eitthvað fyrir þau
í verslunum okkar. Helsta ástæða þess að við erum að hætta starfsseminni er að
framleiðslukostnaður er einfaldlega of hár og markaðurinn hér á landi of lítill. Við munum
klára þessa síðustu þrjá mánuði með bros á vör í Smáralind, enda hefur þetta verið mjög
skemmtilegur tími með góðu fólki“