fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Úr hitabylgju í kuldakast: Íbúar á Akureyri og Egilsstöðum geta dregið fram þykkari föt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. júní 2019 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íbúar á Akureyri og Egilsstöðum geta því óhræddir sett stuttbuxurnar í þvott á laugardag og dregið þykkari föt fram úr geymslunni,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á vef sínum, Blika.is.

Mjög hlýtt hefur verið í veðri á norðan- og norðaustanverðu landinu síðustu daga og er útlit fyrir að hiti fari í um 25 gráður austanlands í dag. Hiti fór í 23 gráður á Hallormsstað í gær og 22,7 gráður á Akureyri. Í dag og á morgun verður áfram svipaður hiti en svo fer að kólna hressilega.

„Skjótt skipast veður í lofti. Spár gera ráð fyrir að vestanáttin með hlýja loftinu víki fyrir norðaustan átt með kólnandi veðri á laugardag. Á sunnudag og mánudag er svo spáð hita um og undir 5 gráðum á láglendi norðan- og austanlands. Kuldanum fylgja svo skúrir eða slydduél og jafnvel snjókoma til fjalla eins og spáin á Bliku fyrir Fjarðarheiði sýnir,“ segir Einar og bendir á að íbúar á þessum slóðum geti óhikað farið að leggja stuttbuxurnar til hliðar – í bili að minnsta kosti.

„Spám ber ekki saman um það hversu langt fram í vikuna kuldakastið á að standa, en ætli flestir voni ekki að því ljúki fljótt og að hægt verði að nota stuttbuxurnar aftur von bráðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“