fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Óttast um ungan mann sem fór sem skiptinemi til Norður-Kóreu

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk stjórnvöld bíða svara frá yfirvöldum í Norður-Kóreu varðandi Alek Sigley, ástralskan skiptinema. Hann hefur ekki haft neitt samband við fjölskyldu sína síðan á þriðjudagsmorgun, sem þykir afar ólíkt honum.

Fjölskylda Alek getur lítið sagt um málið en hafa eftir stjórnvöldum að málið sé litið alvarlegum augum. Í frétt BBC kemur fram að stjórnvöld í Suður-Kóreu freisti þess nú að afla upplýsinga um málið.

Talið er að Alek hafi verið handtekinn, en ekki eru neinar tilgátur á lofti varðandi hvað gæti hafa valdi því. Seinustu áratugi hefur komið í ljós að stundum þarf ansi lítið til að lenda í vandræðum í Norður Kóreu.

Alek er 29 ára námsmaður sem hefur mikið lagt stund á asísk fræði og talar reiprennandi kóresku. Í Norður-Kóreu hefur Alek lagt stund á nám við Kim Il-sung-háskólann, en þar hefur hann sóst eftir masters-gráðu í kóreskum bókmenntum.

Ekki er algengt að erlendir nemendur fari til Norður-Kóreu til að stunda nám, en það eru um það bil 130 kínverskir nemendur sem fara til nágrannalandsins á hverju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“