fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Styrmir: Þess vegna er Ísland dýrasta land Evrópu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki nýtt að verðlag sé hátt á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Í frétt í Morgunblaðinu í dag segir að það sé nú hæst,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

Styrmir fjallar á bloggsíðu sinni um verðlag á Íslandi, en í Morgunblaðinu í dag er fjallað um nýjar tölur Hagstofu Evrópu, Eurostat, um verðlag í ríkjum Evrópu. Í ljós kom að verðlag hér á landi var 56 prósentum hærra en í ESB-ríkjunum á síðasta ári. Þannig er fatnaður hvergi dýrari og sömu sögu er að segja af almenningssamgöngum. Áfengi og tóbak er einnig með því hæsta í Evrópu, en aðeins í Noregi er það dýrara. Þá er húsnæðisverð með því hæsta og töluvert fyrir ofan meðaltal annarra Evrópuríkja.

Styrmir bendir á að þetta sé ekkert nýtt og raunar hafi þetta verið svona á okkar dögum – og kannski öldum saman. Styrmir reynir svo að varpa ljósi á ástæður þess að Ísland er jafn dýrt og raun ber vitni.

„Þar er ekki bara kaupmönnum um að kenna. Markaðurinn er örsmár og þess vegna er innkaupsverð tiltölulega hátt. Flutningskostnaður er töluverður og jafnframt er verulegur kostnaður fólginn í því að liggja hér með miklar birgðir, sem hreyfast hægt í sölu. Og samkeppni hefur verið lítil. Hin svonefndu „lögmál markaðarins“ hafa tæpast virkað hér,“ segir Styrmir sem telur þó að markaðurinn sé að breytast með aukinni netverslun.

„Gleraugu hafa alltaf verið dýr hér. Nú er hægt að panta þau frá Hong Kong fyrir brot af því verði, sem á þeim er hér. Hið sama á við um skó, sem kosta brot af því, sem þeir kosta hér. Og þannig mætti lengi telja. Netverzlun er að breyta miklu,“ segir Styrmir og bætir við að ekki sé ólíklegt að hefðbundnum verslunum fari fækkandi.

„Vegna þess að með netverzlun byrja lögmál markaðarins að virka. Hvað verður um allt það húsnæði, sem lagt er undir verzlanir?“

Reyndar hafði Birgitta Jónsdóttir, fyrrum alþingismaður, orð á því í ræðu á útifundi á Austurvelli fyrir nokkrum vikum, að munur á framfærslukostnaði hér og annars staðar væri minni en ætla mætti við fyrstu sýn vegna þess að kostnaður við rafmagn og hita væri miklu lægri hér en hún hefur búið í mörgum löndum víða um heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára