fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Litlu barni bjargað úr brennheitum bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júní 2019 14:04

Myndin tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðsmenn brutu bílrúðu til að bjarga barni úr brennheitum bíl í gær. Barnið hafði verið skilið eftir í bílnum. 25 stiga lofthiti var en í sól getur slíkur hiti tvöfaldast inni í bíl. Barnið var hætt komið en atvikið átti sér stað á bílastæðablani í Essex á Englandi, nánar tiltekið í bænum Saffron Walden. Barnið er 18 mánaða gamall drengur. Móðir barnsins fór burtu frá bílnum með systkini drengsins og kom ekki aftur fyrr en löngu síðar. Þá var búið að bjarga barninu úr bílnum en lögregla ræddi lengi við móðurina á meðan hlúð var að drengnum á sjúkrahúsi, en talið er að hann hafi ekki sakað.

Talið er að drengurinn hafi verið meira en klukkustund í bílnum þegar honum var bjargað. Greint er frá málinu á vefnum Metro og haft eftir sjónarvotti, 42 ára gamalli konu:

„Þetta var ótrúlegt. Allir voru að njóta góða veðursins þegar okkur bárust þær fréttir að lítil drengur væri grátandi, yfirgefinn í heitum bíl. Allir fóru að svipast um eftir foreldrum hans. Við áttum bágt með að trúa því sem var að gerast, tíu mínútum síðar voru engin merki um foreldra barnsins. Ég tárast af tilhugsuninni um það sem drengurinn þurfti að þola.“

Slökkviliðið á svæðinu gaf út svohljóðandi tilkynningu vegna málsins:

„Það er afar hættulegt að skilja eftir nokkra manneskju, hvað þá barn eða dýr, læst inni í bíl í þessum hita.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi