fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Mörg fíkniefnamál á Secret Solstice – hátíðin þó farið vel fram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í morgun höfðu alls 18 fíkniefnamál komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum. Það fyrsta kom upp kl. 16 í gær en tilvikin bættust síðan jafnt og þétt við á meðan hátíðinni stóð í gærkvöld. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar og segir einnig að um hafi verið að ræða kannabisefni og örvandi efni.

Í dagbók lögreglunnar segir einnig um liðna nótt og gærkvöldið:

„Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað.  Óvenju mikið var um minniháttar slagsmál og stympingar í miðbænum er líða fór á nóttina.

Sex ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og aðrir fimm voru handteknir fyrir ölvunarakstur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu