fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Kveiktu varðeld við skóglendi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur ungmenni voru staðin að því í fyrrakvöld að kveikja varðeld nærri Sólbrekkuskógi í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn mættu á staðinn og slökktu í glæðunum. Lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu við ungmennin og komu þeim í skilning um að þetta  uppátæki gæti verið mjög hættulegt þar sem ekki hefði komið dropi úr lofti í langan tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og einnig þetta:

Allmörg umferðarlagabrot komu á borð lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ökumaður sem var með tvö börn sín í bifreið sinni var grunaður um fíkniefnaakstur. Viðkomandi var handtekin og færð á lögreglustöð þar sem sýnatökur sýndu jákvæða niðurstöðu á fíkniefnaneyslu.

Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 126 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu