fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Yfirmenn í ferðaþjónustunni stela af starfsfólki – „Ómerkileg framkoma“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AFL starfsgreinafélag hefur fengið ábendingar um að eigendur og yfirmenn í ferðaþjónustu taki í einhverjum tilvikum allt þjórfé sem gestir skilja eftir. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins.

„Starfsmaður á litlu hóteli sagði okkur að í fyrra hefðu yfirmenn tekið allt þjórfé og sagt að fyrir það yrði staðið fyrir starfsmannahátíð. Engin slík hátíð hefði verið haldin.  Í ár væri allt þjórfé tekið en engar skýringar gefnar.“

Samkvæmt lögmönnum Afls er erfitt að grípa til aðgerða gegn slíku þar sem á Íslandi sé ekki mikil hefð fyrir þjórfé. Yfirmenn geti borið því við að peningurinn eigi að renna til þeirra þar sem engin önnur fyrirmæli um ráðstöfun umframgreiðslunnar liggi fyrir.

AFL segir þetta ómerkilega framkomu. Viðmót og vinna starfsfólksins sé ástæða þess að þjórfé er skilið eftir og sé það vilji viðskiptavina að þjórfé renni til þeirra tilteknu starfsmanna sem veittu þeim þjónustuna.

„Í einhverjum tilfellum er starfsfólki sem kvartar – tilkynnt að það séu nægir til að taka störfin þannig að ef fólk ekki er ánægt geti það bara farið. Yfirmenn sem stela þessum aukagreiðslum sem klárlega voru ekki ætlaðar þeim – eru litlar sálir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd