fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Ekki gera sömu mistök í kvöld og þessir 18 ökumenn gerðu á laugardag

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2019 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við um 10 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 18.45. Lögreglan hvetur vallargesti til að mæta tímanlega.

„Þeir knattspyrnuáhugamenn, sem ekki ætla að nota strætó til að komast á völlinn, eru minntir á að leggja löglega, en sl. laugardag, þegar leikið var gegn Albaníu, fengu átján ökumenn sekt fyrir stöðubrot. Það þykir ekkert sérstaklega mikið þegar um svona viðburð er að ræða og almennt þá voru lagningar ökutækja til fyrirmyndar og vonandi verður það einnig raunin í Laugardalnum í kvöld.“

Að sögn lögreglu voru á meðal þeirra sem fengu sekt á laugardag ökumenn sem lögðu bílum sínum við biðstöð hópbifreiða, en þar má eigi stöðva eða leggja ökutæki í minna en 15 metra fjarlægð frá merki fyrir biðstöð hópbifreiða, samanber 28. grein umferðarlaga.

„Lögreglan spáir annars íslenska liðinu sigri í kvöld, 1-0, en þetta verður hörkuleikur og Tyrkirnir eru greinilega með firnasterkt lið um þessar mundir. Okkar menn eru hins vegar engir aukvisar og eru iðulega bestir þegar mest á reynir. Áfram Ísland!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega