fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Rafsígarettur geta verið hættulegar: Rödd íslensks pilts breyttist og hann var þjakaður af verkjum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta Læknablaði er greint frá nokkuð furðulegu atviki sem kom upp hér á landi. Íslenskur piltur, tæplega tvítugur, þurfti að leita á bráðamóttöku vegna skyndilegs brjóstverks og raddbreytingar eftir notkun rafsígaretta.

„Tveimur klukkustundum áður hafði hann notað rafsígarettu sem olli kröftugu hóstakasti. Verkurinn versnaði við djúpa innöndun en hann fann einnig fyrir verkjum við hreyfingu og kyngingu, auk þess sem rödd varð rámari. Við skoðun var hann ekki bráðveikur né meðtekinn af verkjum að sjá og með eðlileg lífsmörk. Brak fannst við þreifingu efst á bringu og við háls. Lungna- og hjartahlustun var eðlileg,“ segir í Læknablaðinu.

Í Læknablaðinu er nánar farið út í greiningu piltsins en líklega skilja það fáir nema þeir sem eru læknismenntaðir. „Sjúklingurinn er með dæmigerð einkenni og teikn loftmiðmætis en á röntgenmynd sést greinileg loftrönd í kringum hjartað. Loftið teygir sig upp í miðmæti og háls þar sem loft undir húð er áberandi, og kallast húðnetjuþemba,“ segir í blaðinu.

Þessi greining var svo staðfest en loftið reyndist í miðmæti og undir húð. Ýmsar orsakir geta verið að baki loftmiðmæti. Pilturinn virðist hafa náð sér að mestu. „Hann var lagður inn og fékk verkjalyf. […] Sjúklingurinn var útskrifaður heim við góða líðan tveimur sólarhringum frá upphafi einkenna. Við eftirfylgd rúmri viku síðar sýndi röntgenmynd af lungum að loft sást ekki lengur í miðmæti,“ segir í Læknablaðinu.

Svo virðist sem orsök fyrir þessu hafi verið rafsígarettan. „Líkleg orsök fyrir loftmiðmæti í þessu tilfelli er yfirþrýstingur sem myndaðist í lungum og berkjum. Það má rekja til hóstakasta eftir innöndun á ertandi gufum úr rafsígarettu en þessum gufum er oft andað djúpt inn í lungu og haldið niðri til að fá sem mest nikótín inn í blóðrásina. Loftið hefur rifið gat á lungað og brýtur sér síðan leið inn í miðmæti, í stað þess að fara út í gegnum fleiðru lungans og valda loftbrjósti,“ segir í Læknablaðinu.

Þessi sjúkdómur greinist helst hjá ungum karlmönnum. „Algengasta einkennið, eins og í þessu tilfelli, er skyndilegur brjóstverkur, yfirleitt undir bringubeini, sem leiðir upp í háls og/eða aftur í bak. Einnig eru andnauð, hósti, verkur í hálsi, ógleði og/eða uppköst algengar kvartanir auk óþæginda við kyngingu og raddbreytingu sem skýrist af loftsöfnun við raddbönd,“ segir í Læknablaðinu.

Að lokum er bent á að þó rafrettur geti hjálpað fólki að hætta að reykja þá geti þær valdið alvarlegum fylgikvillum eins og loftmiðmæti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna