Félag á vegum Helga Magnússonar fjárfestis hefur keypt helming hlutafjár í útgáfufélaginu Torgi ehf. sem meðal annars á og rekur Fréttablaðið, Fréttablaðið.is og Markaðinn.
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins og vísað í tilkynningu.
Þar segir að markmið Torgs hafi verið að breikka eigendahópinn og tilgangurinn sé að styrkja grunnstoðir blaðsins. Helgi mun taka sæti í stjórn Torgs ehf. og verður Ingibjörg Pálmadóttir stjórnarformaður.
Helgi hefur meðal annars fjárfest í Marel og Bláa lóninu að undanförnu, en Helgi er jafnframt stjórnarformaður Bláa lónsins.