fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Ferð Ara til Ísraels breyttist í martröð: „Eins og ég væri einhver bandamaður við hryðjuverk“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2019 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Jósepsson, Youtube-listamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að ferð hans til Ísraels á dögunum hafi breyst í martröð. Hann segir að lítið mál hafi verið að koma til landsins, en það var fyrir Eurovision. Þegar hann hugðist fljúga aftur heim nýlega þá hafi hann verið meðhöndlaður á flugvellinum líkt og hryðjuverkamaður.

„Það var rosalega framandi og gaman í Ísrael. Og mjög létt að komast inn í landið. Maður labbaði bara inn í landið, allir tóku vel á móti mér. Þetta var fyrir Eurovison. En ég var þarna úti í tvær vikur til að skoða landið: Dauðahafið, Jerúsalem, Palestínu, Betlehem og allt. Ég er búinn að ferðast út um allan heim. Og ég veit hvernig er að komast inn til Bandaríkjanna. En að komast úr Ísrael var eins og í Fargo,“ segir Ari.

Hann segir að á flugvellinum hafi hann ekki fengið blíðar móttökur. „Allt var tekið af mér á flugvellinum: vegabréfið, flugmiðinn og lítill miði sem ég fékk þegar ég kom í landið. Ég hélt að þetta væri eitthvað djók sko! En hún skoðaði vegabréfið áður en ég gat innritað töskurnar og spurði hvað ég hafi verið að gera í Doha í Katar? Þá byrjaði ballið og átti að yfirheyra mig, sem þau gerðu reyndar. Loks komst ég og gat innritað töskurnar, þá kom í ljós að miðinn minn væri ekki virkur og fór þá í allsherjar leit eins og ég væri einhver bandamaður við hryðjuverk,“ segir Ari.

Þessu var þó ekki lokið en Ari komst þó loksins í flugið. „Og svo fíkniefnaleit. Ég komst út úr þessu og svo virkar miðinn minn ekkert. Þá þurfti ég að fara í næstu röð og maður var að missa af fluginu. Ég stóð einn og hugsaði: „ok ég er auðvitað í austurlöndunum“. Þannig ég dró bara andann inn og slakaði á, og tók leiklistina á þetta og hugsaði bara að sem betur fer er ég búinn að skoða þetta frábæra land og fallega. Ég hugsaði bara um góðu tímanna úti. Og svo loksins komst ég inn og þá var enginn tími til að fara á loungsinn. En ég var mjög feginn að komast í flugið,“ segir Ari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna