fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Ágúst Ólafur: „Segjum að hér færist farþegaflugvél annað hvert ár“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2019 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkefnin í stjórnmálunum gerast vart stærri. Vinnum saman að bættri líðan og hættum að líta fram hjá dauða tuga Íslendinga,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í gær.

Ólafur ræddi þar um fjölda ungra einstaklinga sem deyja hér á landi vegna ofneyslu lyfja á hverju ári.

„Segjum að hér færist farþegaflugvél í innanlandsflugi annað hvert ár, að hér dæju margir tugir einstaklinga í flugslysi á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Segjum að hér geisaði farsótt sem legðist aðallega á ungt fólk og að á tíu daga fresti dæi einstaklingur undir fertugu. Segjum að banaslys í umferðinni myndu margfaldast miðað við það sem nú á sér stað,“ sagði Ágúst Ólafur og bætti við að ef þetta væri raunin sé hann sannfærður um að samfélagið allt væri á öðrum endanum. Ekki væri þverfótað fyrir viðbrögðum hvers konar, rannsóknum og greiningum og að umræðuþættir snerust eingöngu um þessi skelfilegu áföll og slys.

„En lítið gerist í þá áttina því að hér erum við að tala um einstaklinga sem deyja vegna ofneyslu lyfja. Um 30 ungir einstaklingar deyja hér á landi vegna þessa. 30 talsins á Íslandi. Okkar litla samfélag er í sárum vegna þessa og fjölskyldur í molum,“ sagði hann.

„Þetta er fólk úr öllum lögum samfélagsins, krakkar sem líður illa eða eru að kljást við fíknisjúkdóm eða einfaldlega að fikta. Við búum í ansi firrtu samfélagi stundum. Hraðinn er mikill og samanburðurinn við aðra vegna samfélagsmiðla getur verið erfiður. Unga fólkinu okkar líður oft illa, er með kvíða og þunglyndi. Tilgangsleysi læðist að sumum og tölvur og tæki geta virkað sem tímabundinn flótti en eru í raun og veru fangelsi,“ sagði Ágúst sem endaði ræðuna á þessum orðum:

„Herra forseti. Verkefnin í stjórnmálunum gerast vart stærri. Vinnum saman að bættri líðan og hættum að líta fram hjá dauða tuga Íslendinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna