fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Íslensk kona fór í „blackout“ og vaknaði við að hún var að kæfa sex mánaða barn með kodda: „Fyrirgefðu, fyrirgefðu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2019 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýstofnaði Facebook-síðu sem nefnist Nafnlausar frásagnir – #ábyrgðin birtist átakanleg saga íslenskrar konu sem segist hafa glímt við fæðingarþunglyndi. Sagan er, líkt og nafnið gefur til kynna, nafnlaus en þar kemur fram að á eitt sinn hafi konan rankað við sér þegar hún var að kæfa kornabarn með kodda.

„Ég á fimm börn og hefur meðgöngu- og fæðingarþunglyndi farið stig versnandi með hverri meðgöngu og fæðingu. Þegar ég átti fimmta barnið var ég mjög illa farin andlega. Ég fór reglulega í viðtöl hjá sálfræðingi og hjá sérstöku teymi hjá landsspítalanum sem meðhöndlar konur með þunglyndi eftir fæðingu. Allt kom fyrir ekki og ég endaði með fæðingarsturlun,“ segir í sögunni.

Það var svo hálfi ári síðar sem atvikið átti sér stað. „Hálfu ári eftir fæðingu barnsins og eftir mikla baráttu þá tapaði ég. Ég fór í algjört black out og þegar ég rankaði við mér þá var ég að kæfa 6 mánaða barnið með kodda. Ég fleygði koddanum frá mér og tók upp barnið sem var öskrandi og orðið blátt í framan. Ég ruggaði okkur fram og aftur og endurtók „fyrirgefðu, fyrirgefðu“,“ segir í sögunni.

Konan leitaði sér hjálpar eftir þetta. „Ég hafði samband við foreldra mína sem höfðu samband við tengdamömmu mína og hún kom til að vera hjá mér. Daginn eftir fór ég á bráðamóttöku geðdeildar og var lögð inn. Ég dvaldi þar í 3 vikur og svo í viku á taugadeild til að reyna að finna skýringu á því af hverju ég datt svona út,“ segir í sögunni.

Hún segist elska börnin sín þrátt fyrir þetta. „Áður en fólk bendir á að ég hefði átt að hætta að eignast börn að þá vill ég segja að ég ætlaði að hætta eftir þrjú. Börn númer 4 og 5 komu bæði þrátt fyrir að Nuva hringurinn og svo lykkjan væru til staðar. Eftir fimmta barn lét ég klippa á hjá mér því ég vill aldrei aftur finna fyrir þeirri líðan sem kom eftir að hafa næstum tekið líf barnsins míns. Ég elska börnin mín og þau eru mér allt en mér líður ennþá ömurlega að hafa ekki verið andlega til staðar fyrir þau eftir að þau fæddust.“

Í lýsingu á þessari nýju Facebook-síðu þar sem sagan birtist er sagt að markmið hennar sé sýna afleiðingar meðgöngu og fæðingu. „Mörgum finnst fólk ekki eiga rétt á því að fara í þungunarrof og segja að við eigum að „bera ábyrgð“, en virðast ekki skilja það að oft felst ábyrgðin í því að koma ekki með barn í þennan heim sem foreldri getur ekki hugsað um,“ segir meðal annars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“