fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 07:59

Geirfinnur Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hefur verið sett til að taka afstöðu til hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á grundvelli nýrra ábendinga um afdrif þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins. Mál sem þessi eru á forræði ríkissaksóknara en Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, telur sig vanhæfa til að fjalla um málin og tilkynnti dómsmálaráðherra það í desember. Þann 22. mars setti dómsmálaráðherra því Höllu Bergþóru til að fjalla um málið.

Davíð Þór Björgvinsson, sem var settur saksóknari í endurupptökumáli fimmmenninganna sem voru sýknaðir af aðild að málinu síðasta haust vakti sérstaka athygli ríkissaksóknara á ábendingum, sem höfðu borist um afdrif Guðmundar og Geirfinns, þegar hann skilaði málinu af sér til ríkissaksóknara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Í gær

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð