fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Illugi segir Atla og aðra yfirgengilega freka gagnvart Hatara: „Aðallega svo því sjálfu líði betur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir skrif Atla Bollasonar tónlistarmanns um Hatara yfirgengilega frekju. Atli spyr í pistli sínum, sem birtist á RÚV, hvenær bomba Hatara komi.

Hann hvetur þá jafnframt til að segja sig úr keppninni. Illugi er á því máli að þessi skrif og önnur sambærileg á samfélagsmiðlum sé frekja frá fólki sem vill láta því sjálfu líða betur.

„Frekja og yfirgangur“

„Ég er jafn andsnúinn grimmilegu framferði Ísraela á Gaza og Vesturbakkanum og hver sem er. En mér finnst þessi pistill, og ýmislegt í sama dúr á samfélagsmiðlum, bara frekja og yfirgangur. Þetta er sjóið þeirra Matthíasar og Klemens algjörlega frá upphafi til enda og þeir gera bara það sem þeim sýnist og finnst við eiga. Eiginlega er þessi pistill alveg yfirgengilegur,“ segir Illugi á Facebook-síðu sinni.

Hann deilir svo fyrrnefndum pistli Atla. Í honum reynir hann ítrekað að sannfæra Hatara um að skrópa á laugardaginn, lokakvöldi Eurovision. „Það er flott hjá ykkur að ræða glæpi Ísraelsríkis í viðtölum – en á endanum eruð þið í þjónustu Ísraela meðan þið komið fram í Eurovision; enn eitt dæmið um hátt menningarstig þeirra og umburðarlyndi sem er eingöngu ætlað að breiða yfir hryllileg myrkraverkin. Sniðganga á þessu stigi væri sannarlega róttæk aðgerð – eiginlega róttækari en sniðganga fyrir fram – og, sem skiptir ekki síður máli, í þökk Palestínumanna sjálfra,“ skrifar Atli meðal annars.

Hatari á að stjórna ferðinni

Skoðun Illuga á málinu vekur misjöfn viðbrögð í athugasemdum og segjast sumir einmitt vonast til að Hatari geri eitthvað meira til að vekja athygli á málefnum Palestínumanna. Því svarar Illugi: „Mér finnst aðallega yfirgengilega frekt að fólk sé að þvaðra um hvað Hatari eigi að gera og hvað ekki. Aðallega svo því sjálfu líði betur.“

Inga Auðbjörg Straumland, nýr formaður Siðmenntar, svarar Illuga fullum hálsi í athugasemd en hún hefur áður lýst því yfir að hún ætlaði að sniðganga Eurovison. „Mér finnst yfirgengilega frekt að búa í forréttindalandinu Íslandi og benda fingrum á andófsfólk gegn gengdarlausri kúgun og kalla það frekju,“ segir Inga.

Þessu svarar Illugi svo: „Eins og þú sérð ef þú lest textann minn betur, þá snýst hann ekki um að „benda fingrum“ að andófsfólki eða kalla það frekju. Ég er einungis að amast við þeim sem telja sig þess umkomna að segja öðru fólki – í þessu tilfelli Hatara – fyrir verkum og það með þjósti miklum, eins og gert er í þessum pistli. Þetta er þeirra prójekt og þeir ráða því hversu langt þeir langt þeir ganga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa