Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru tveir erlendir menn handteknir í Kópavogi en þeir eru grunaðir um vörslu og dreifingu fíkniefna. Þá leikur einnig grunur á að mennirnir hafi dvalið hér á landi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi.
Þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.