fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sífellt hreinna og hættulegra kókaín hér á landi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur kókaín, sem hefur verið haldlagt hér á landi, orðið sífellt hreinna og hættulegra. Á síðasta ári féllu dómar í tveimur málum þar sem reynt var að smygla nær hreinu kókaíni til landsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Valþóri Ásgrímssyni, verkefnastjóra hjá Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, að á síðustu þremur árum hafi styrkur hinna haldlögðu efna aukist og sama þróun hafa átt sér stað á lengra tímabili. Á heimsvísu er þróunin sögð sú sama, mikið framboð og meiri styrkleiki.

Tollverðir hafa lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð á undanförnum árum en framboð og eftirspurn eftir því ber þess merki að góðæri hafi ríkt því kókaínnotkun tengist oft efnahagsaðstæðum enda dýrt fíkniefni.

Þeim mun sterkara sem kókaín er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum. Fréttablaðið hefur eftir Jóni Magnúsi Kristjánssyni, yfirlækni bráðalækninga á Landspítalanum, að komum vegna fíkniefnaneyslu hafi fjölgað almennt. Hvað varðar komur fólks á bráðadeild vegna kókaínneyslu hafi þeim klárlega fjölgað frá því sem var fyrir fimm árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu