fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ráðist á ungan mann í Elliðaárdal í fyrrakvöld – „Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 07:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá í gær þá var ráðist á ungan mann í Elliðaárdal í fyrrakvöld en lögreglan skýrði frá þessu í gærmorgun þegar hún birti útdrátt úr dagbók sinni. Maðurinn leitaði aðstoðar á slysadeild en reyndist ekki alvarlega meiddur. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að almenningur þurfi ekki að óttast árásir í dalnum. Um einstakt tilfelli sé að ræða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar er haft eftir Valgarði Valgarðssyni, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, að verið sé að kanna hvort eftirlitsmyndavélar séu á því svæði í Elliðaárdal þar sem ráðist var á unga manninn og hvort vitni hafi verið að árásinni.

Haft er eftir Valgarði að það sé ungur karlmaður sem tilkynnti um árásina sem hann segi hafa átt sér stað um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi. Elliðaárdalur er vinsæll vettvangur útivistarfólks.

Valgarður sagði að í skýrslutöku hafi ungi maðurinn sagt að fleiri en einn hafi ráðist á hann en ekki liggi ljóst fyrir hversu margir þeir voru.

„Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist. Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“

Er haft eftir Valgarði sem sagði engan liggja undir grun í málinu. Árásarþolinn þekkti ekki til árásarmannanna að sögn Valgarðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu