fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Julian Assange handtekinn: „Enginn er hafinn yfir lög og reglur“ – UPPFÆRT

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 10:14

Julian Assange, stofnandi Wikileaks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London í dag.

Scotland Yard staðfesti þetta í samtali við The Independent.  Julian var handtekinn á grundvelli handtökuskipunar frá breskum yfirvöldum, en hann hafði dvalið í sendiráðinu í 7 ár undir vernd Ekvador.

Assange var eftirlýstur af sænskum yfirvöldum fyrir kynferðisbrot sem hann var grunaður um að hafa gerst sekur um. Assange hefur alltaf haldið því fram að sænsk yfirvöld muni framselja hann til Bandaríkjanna, ef hann gæfi sig fram við þau, en þar yrði hann fangelsaður til lífstíðar eða tekinn af lífi.  Nú hefur Svíþjóð fallið frá ákærunni en svo virðist vera að handtaka hans núna hafi farið fram á þeim grundvelli að hann hafi brotið lög þegar hann mætti ekki fyrir dómara þrátt fyrir boðun.

Metropólíska lögreglan segist hafa „borið skylda til að framfylgja handtökuskipuninni“ og að þeim hafi verið „boðið inn í sendiráðið af sjálfum sendiherranum, þar sem yfirvöld í Ekvador höfðu afturkallað verndina yfir Assange.“

Forseti Ekvador, Lenin Moreno, sagði að friðhelgi og vernd Ekvador hafi verið dregin til baka í kjölfar ítrekaðra brota Assange á alþjóðasamningum og siðareglum.

Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sagði að stofnandi Wikileaks væri „loksins kominn í varðhald og ætti yfir höfði sér refsingu í Bretlandi.“

„Ég vil þakka Ekvador fyrir samvinnuna og Met-lögreglunni fyrir fagleg störf. Enginn er hafinn yfir lög og reglur.“

Ríkissaksóknari Svíþjóðar, Ingrid Isgren, hefur gefið út yfirlýsingu: „Þetta eru tíðindi fyrir okkur, svo við höfum enn sem komið er ekki tekið afstöðu til þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Við vitum ekki heldur hvers vegna hann hefur verið handtekinn. Fylgst verður með framvindu málsins.“

Rafael Correa, fyrrverandi forseti Ekvador sem var einmitt forseti þegar Assange var veitt vernd, hefur fordæmt málið og segir á Twitter að Lenin Moreno sé svikari.

Scotland Yard staðfesti rétt í þessu að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum. „Julian Assange hefur í dag, 11. apríl, verið handtekinn að nýju fyrir hönd Bandaríkjanna, klukkan 10:53 eftir að hann var færður í aðalstöð lögreglunnar í London.  Þetta er framsalsbeiðni á grundvelli 73. gr. framsalssáttmálans. Hann verður færður fyrir dómara við fyrsta tækifæri.“

Einn af lögmönnum Assange hefur fordæmt handtökuna.

 „Þetta er brot á alþjóðlegum lögum. Ekvador verður úthýst af alþjóðasamfélaginu fyrir þetta athæfi. Þú getur ekki veitt einhverjum vernd og friðhelgi í sjö ár og svo bara hent þeim frá þér, sem er nákvæmlega það sem Evador hefur gert. Þetta er grimmt og óskiljanlegt trúnaðarbrot af Evadorískum yfirvöldum. Þeim langar að fá lánveitingu frá Bandaríkjunum og gera því það sem Bandaríkin segja þeim að gera. Hvað mun verða um Assange? Honum verður haldið.“

Edward Snowden, uppljóstrari, hefur lýst yfir stuðningi við Assange og Wikileaks líka. Í Tísti Wikileaks segir:  „Þessi maður er sonur, bróðir. Hann hefur unnið fjöldann allan af blaðamannaverðlaunum. Hann hefur verið tilnefndur til friðaverðlauna Nóbels á hverju einasta ári  frá 2010.“

Fréttin hefur verið uppfærð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu