Skömmu fyrir klukkan 5 í morgun var tilkynnt um innbrot í tóbaksverslun í miðborginni. Hurð var spennt upp og vörum stolið úr versluninni. Tveir menn voru handteknir skömmu síðar vegna rannsóknar málsins og voru þeir vistaðir í fangageymslu.
Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist ekki vera með ökuréttindi. Annar ók sviptur ökuréttindum og er auk þess grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Farþegi í bifreið hans er einnig grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.
Bifreið var ekið út af Kaldárselsvegi skömmu eftir miðnætti í nótt. Ökumaður og farþegi fundi til eymsla og fóru á slysadeild. Bifreiðin skemmdist töluvert og var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.