fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ráðist á skokkara – Innbrot í tóbaksverslun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 06:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ráðist á mann sem var á hlaupum á Rafstöðvarvegi. Hann var sleginn í höfuðið og honum veittir áverkar. Hann var fluttur á slysadeild. Maðurinn telur að árásarmennirnir hafi ætlað að ræna hann.

Skömmu fyrir klukkan 5 í morgun var tilkynnt um innbrot í tóbaksverslun í miðborginni. Hurð var spennt upp og vörum stolið úr versluninni. Tveir menn voru handteknir skömmu síðar vegna rannsóknar málsins og voru þeir vistaðir í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist ekki vera með ökuréttindi. Annar ók sviptur ökuréttindum og er auk þess grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Farþegi í bifreið hans er einnig grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.

Bifreið var ekið út af Kaldárselsvegi skömmu eftir miðnætti í nótt. Ökumaður og farþegi fundi til eymsla og fóru á slysadeild. Bifreiðin skemmdist töluvert og var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu