fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Harmleikur þegar Margeir lést – Safna til að flytja hann heim: „Sorgin og söknuðurinn er óyfirstíganlegur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur listamannsins Margeirs Dire Sigurðarsonar hafa komið á stað söfnun svo hægt sé að flytja hann heim og halda útför á Íslandi. Margeir lést þann 30. mars síðastliðinn í Berlín. Óhætt er að segja að Margeir hafi verið meðal efnilegustu listamönnum Íslands.

Sjá einnig: Margir minnast Margeirs – Einn efnilegasti listamaður Íslands: „Mun aldrei gleyma þér elsku vinur“

Aðstandendur hans hafa komið á fót sérstakri síðu á Facebook til að minnast hans. „Margeir Dire lést þann 30. mars síðastliðinn í Berlín, þar sem hann var búsettur. Sorgin og söknuðurinn er óyfirstíganlegur og eftir situr stórt skarð hjá fjölskyldu hans, vinum og listheiminum. Margeir var einstakur og bætti mörgum litum í litróf okkar sem fengum að kynnast honum. Hann var gæddur miklum persónutöfrum og átti auðvelt með að hrífa þá sem í kringum hann voru með breiðu brosi, sköpunargleði, stríðni og góðri nærveru,“ segir í færslu á síðunni.

Mikill kostnaður fylgir því að flytja hann heim. „Við tekur erfiður tími hjá fjölskyldu Margeirs, bæði að takast á við sorgina og missinn, en á sama tíma fylgir því mikill kostnaður að flytja hann heim og halda útför. Ég hef því stofnað styrktarreikning hjá Íslandsbanka, með samþykki fjölskyldunnar, til að létta undir með þeim,“ segir í færslunni.

Gróa Ólöf Þorgeirsdóttir, frænka Margeirs, skrifar færsluna en hún segir að lokum: „Kærleikur og ást til ykkar elsku vinir og fjölskylda. Munum að passa vel upp á hvort annað. Lífið er svo dýrmætt.“

Fyrir þá sem vilja styrkja þau er reikningsnúmerið:

511-14-557, kt. 260681-2069

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2270023506554434&id=2269332743290177&__xts__%5B0%5D=68.ARBxt9ic9DV_xZNgw-iNKOMB1V3VpwOt5JlUPszPr-6CIv13SPJh8mzOPhLIYRst3ezlEeKqd4XlucwoXEcgvsEk_UgAJSOKb6WhC7tWQk0kaDc31_oQR5bEiGMxjnia79NKU3qjk7buFznqxscvXMfRKMosb2_nC2rV8vk4lbJzXlsGBPNlJ_tij3RKR8b2SX-gJQR6a_VbOZPOJAA2G9D3cMhe-922ojKkxdmgePX3RRSebfjcwutLbR3iAVbTQhHcxaT_LUvEBFxWI4VUHjxy2bSyz9kBtePXN6KJKm2_A9JJhX7-dKP0737dkSdEkyVwtC1_ZhVD02IlrhrZGP0v&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu