fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Bára kemur Gunnari Braga til varnar: „Fólk á ekki að þurfa að svara fyrir slíkt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið um leyfi Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins. Gunnar Bragi hefur tekið launað veikindaleyfi en þó herma aðrar fregnir að hann sé frá vegna veikinda í fjölskyldu, nánar tiltekið fótbrotnaði sonur Gunnars Braga í dráttarvélarslysi, en hann rekur bú í Skagafirði. Samkvæmt heimildum Vísis fór Gunnar Bragi norður til að aðstoða fjölskylduna og sinna bústörfum fyrir son sinn. Kemur einnig fram að Gunnar Bragi mun vera mjög sleginn yfir atvikinu.

Í umræðum undir frétt Vísis ber nokkuð á gagnrýni á þessa háttsemi. Til dæmis skrifar einn lesandi:

„Frí á launum vegna veikinda uppkominna barna? Er það einn af dílum alþingismanna?“

Í þessum umræðum fær Gunnar Bragi liðsinni úr nokkuð óvæntri hátt, en engin önnur en Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn á Klaustur Bar, stígur hér fram og ritar:

„Sé hérna umræðu um hve mikið slys og hver aldur drengsins er og svoleiðis. Það er eitt af því sem sjúklingar og aðstandendur eiga ekki að þurfa að segja almenningi. Hvort hann er á launum eða ekki er líklega almennt tengt réttindum alþingismanna sem má skoða og ræða almennt örugglega og ef um veikindi er að ræða á fólk ekki að þurfa að standa svara fyrir slíkt heldur atvinnurekandinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“