fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ömurleg aðkoma hjá íbúum í morgun: „Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2019 15:48

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum fengið nokkrar tilkynningar inn á borð til okkar. Það var stungið á dekk og brotist inn í bíla,“ segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði, í samtali við DV.

Miðað við umræðu í Facebook-hópi íbúa í Vallarhverfi í Hafnarfirði var nokkuð um innbrot í bíla og skemmdarverk á þeim í nótt. Meðal annars var búið að stinga á dekk bíla, rispa lakkið á þeim og skemma rúðuþurrkur.

Einn segir til dæmis að bíll hans hafi verið rispaður djúpt allan hringinn og oddhvass hlutur hafi augljóslega verið notaður til verksins. Þá var stungið á dekkin. „Tjón þetta hleypur á hundruðum þúsunda vegna lakkskemmda og ónýtra dekkja,“ segir íbúinn.

Miðað við umræður í hópnum blasti ófögur sjón við mun fleiri íbúum í morgunsárið. Svo virðist vera sem farið hafi verið inn í nokkra bíla og ýmsu lauslegu stolið. Einn segir til dæmis að Garmin-myndavél hafi horfið en búið var að róta í bílnum. Að sögn Sævars eru málin til skoðunar hjá lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”